Dvalarstyrkur 2018 í boði Goethe-Institut Dänemark

Skaftfell auglýsir, í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark, tveggja mánaða dvalarstyrk fyrir einn þýskan listamann árið 2018. Gestavinnustofunum er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins.

Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Listamenn stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Listamenn eru hvattir til að taka þátt í fræðslustarfi Skaftfells, með listamannaspjalli, kynningum eða vinnusmiðjum fyrir nemendur Seyðisfjarðarskóla eða íbúa.

Innifalið í styrknum er:

  • Ferðakostnaður, allt að 650 EUR.
  • Dvalarstyrkur 1000 EUR á mánuði.
  • Engin dvalargjöld.
  • Efniskostnaður, allt að 350 EUR.

Eingöngu þýskri listamenn, og listamenn sem eru með varanlega búsetu í Þýskalandi og sterk tengsl í þýsku listasenunni, geta sótt um.

[box size=“large“]Allar nánari upplýsingar um gestavinnustofurnar og umsóknareyðublað má finna hér: https://archive.skaftfell.is/residency-program/program-outline/?lang=en[/box]

Ljósm. Julia Martin