FLOCK listasmiðja með Rachel Simmons

Laugardaginn 20. ágúst, kl. 10:00-11:30 og 13:00-16:00

Taktu þátt í FLOCK listasmiðju með Rachel Simmons! Smiðjan inniheldur göngutúr og fuglaskoðun um bæinn fyrir hádegi og prentgerð í stúdíóinu þar sem skrautlegir fuglarnir verða til. Smiðjan er fyrir krakka á öllum aldri og foreldrar eru velkomnir með! Aðgangur er ókeypis. Sendu tölvupost á fraedsla@archive.skaftfell.is fyrir frekari upplýsingar og skráningu.

kl. 10:00-11:30: Fuglaskoðun.Hist verður kl. 10:00 í Herðubreið til þess að skoða FLOCK sýninguna og svo verður farið í fuglaskoðunargöngu með listamanninum.

kl. 11:30-13:00 Hádegishlé

kl. 13:00-16:00: Prentsmiðja. Eftir hádegi hittumst við kl. 13:00 í smiðju Seyðisfjörður Prentverk að Öldugötu 14.

Rachel Simmons er bandarísk listakona og listkennari, og gestalistakona Skaftfells í ágúst. FLOCK (2015-2022) er félagslegt þátttöku listaverk sem hvetur samfélög til að sjá sín daglegu samskipti við nærliggjandi fugla sem tækifæri til listsköpunar. Verkið samanstendur af meira en eitt hundrað skuggamyndum af fuglum sem á hefur verið prentað. FLOCK hefur ferðast yfir Bandaríkin og verður nú framkvæmt á Seyðisfirði. Djörf mynstrin og ríkir litir tákna skapandi val hvers þátttakanda, en saman mynda fuglarnir í gerinu sameiginlega tjáningu á sambandi okkar við náttúruna.

Þú getur fræðst meira um verkefnið með því að heimsækja www.rachelsimmons.net og með því að fylgja henni á instagram @bearwithjetpack