Við erum spennt að tilkynna um þáttöku Skaftfells í alþjóðlega samstarfsverkefninu „Gardening of Soul: In Five Chapters“, undir forystu listadeildar Jan Evangelista Purkyně háskólans og House of Arts í Ústi nad Labem, Tékklandi. Meðal samstarfsaðila okkar í verkefninu eru fjórar sjálfseignarstofnanir sem vinna að samfélagsuppbyggingjandi listsköpun í Tékklandi og átta gallerí og listasamtök víðsvegar að úr heiminum.
Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt af EES Iceland Liechtenstein Norway Grants frá 2022 til 2024.
„Gardening of Soul: In Five Chapters“ rannsakar og pantar opinber listaverk sem taka þátt í samfélagsuppbyggingu og staðarmótun. Verkefnið hefur sérstakan áhuga á gagnvirkum listrænum ferlum sem gefa þessum listaverkum líf, ferlum sem hægt er að sjá sem form garðyrkju – umönnun, hlustun, staðsetningu, ræktun, virkjun, viðhald. Afraksturinn verður meðal annars tvær sýningar í House of Arts, Ústi nad Labem, röð gestavinnustofa og listaverka, ráðstefna og útgáfa.
Sýningarstjórinn Adéla Machová og listamaðurinn Jan Krtička heimsóttu okkur í október sem fulltrúar Jan Evangelista Purkyne háskólans. Sameiginlega unnum við að framlagi Skaftfells til fyrstu sýningar verkefnisins í House of Arts í desember 2022, og gestavinnustofum og listaverkum sem eru skipulögð í tengslum við verkefnið. Við viljum þakka Adélu og Jan fyrir mjög gefandi og ánægjulega viku og hlökkum til að hitta þau aftur fljótlega í Ústi nad Labem. Jan Krtička mun dvelja á Skaftfelli sem listamaður fram í miðjan nóvember og þróa rannsóknir sínar í tengslum við nýtt hljóðverk sem inniheldur hljóðupptökur frá Íslandi.
Meira um Gardening of Soul er að finna á heimasíðu verkefnisins (í vinnslu): www.gardeningofsoul.com og hér: https://archive.skaftfell.is/…/gardening-of-soul-in-five-chapters/