Alter/Breyta er samsýning myndlistarmannanna Brák Jónsdóttur, Hugo Llanes, Joe Keys og Nínu Óskarsdóttur. Sýningin opnaði laugardaginn 26. mars og stendur til 22. maí. Sýningarstjóri er Hanna Christel Sigurkarlsdóttir. Um sýninguna: Sýningin Alter / Breyta er samsýning fjögurra upprennandi myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlega lokið námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hópurinn var valinn í samvinnu með Bjarka Bragasyni, deildarforseta Myndlistardeildar LHÍ, og boðið að dvelja í þriggja vikna vinnustofudvöl í Skaftfelli þar sem þau fengu næði til að þróa tillögur sínar fyrir sýninguna. Þau vinna öll með ólíkar áherslur en þó er hægt að greina fíngerðan þráð […]
Articles by: Hanna Christel
Nýr forstöðumaður Skaftfells: Pari Stave
Stjórn Skaftfells kynnir með ánægju að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Myndlistarmiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí nk. en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari Stave starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). Pari er […]