Helgarnámskeið 8.-9. febrúar EÐA 22.-23. febrúar Laugardagur: kl. 10:00-13:00/Hlé/ kl. 14:00-16:00 Almenn kynning á prentaðferðinni og léttar æfingar. Sunnudagur: kl. 10:00-13:00 Unnið áfram með eigin hugmyndir. Verð: Hægt er að skrá sig eingöngu á laugardag sem kostar 6000.- kr. EÐA á báða daga sem kostar 10.000.- kr. Innifalið í verði er allur efniskostnaður. Námskeiðið fer fram í sýningarsal Skaftfells á Austurvegi 42. Hámarksfjöldi þátttakenda: 6-8 manns Skráning og fyrirspurnir fara fram á fraedsla@archive.skaftfell.is Við hvetjum áhugasama að kanna hvort stéttarfélagið ykkar bjóði upp á niðurgreiðslu. Námskeiðið er haldið af FOSS editions og fer fram á ensku.
Articles by: Hanna Christel
Íslensk alþýðulist
Ellefta listfræðsluverkefni Skaftfells nefndist Íslensk alþýðulist og var hluti af List fyrir alla og BRAS 2019. Fengin var Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarkona og listkennari, til að þróa, hanna og kenna verkefnið. Aðstandendur Safnasafns veittu Guðrúnu bæði aðgang að upplýsingum og myndefni enda teljast þau til helstu sérfræðinga þegar kemur að íslenskri alþýðulist. Öllum grunnskólum innan SSA auk grunnskólanna á Þórshöfn, Raufarhöfn og í Öxarfirði var boðin þátttaka í verkefninu þeim að kostnaðarlausu. Samtals 14 skólar og 220 nemendur tóku þátt. Leiðbeinandinn ferðaðist í alla skólana og kenndi smiðjuna sem fól í sér um hálftíma kynningu og innlögn um alþýðulist þar […]