10. febrúar – 10. mars 2023, sýningarsal Skaftfells Opnun 10. febrúar kl. 17:00 – 18:00 Vídeóverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu Sýning fimm myndbandsverka sem fjalla um ýmiss konar hreyfingu – fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi – lýsir upp sýningarsalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Samsýningin verður opnuð 10. febrúar, sem hluti af List í ljósi, ljósahátíð Seyðisfjarðar. Sýningin er styrkt af: The Cantonal Culture Department Basel-Stadt, Swiss Arts Council Pro Helvetia, Múlaþingi, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Uppbyggingarsjóði Austurlands.
Articles by: Skaftfell Residency
Listamannaspjall: Lucia Gašparovičová, Tóta Kolbeinsdóttir og Salka Rósinkranz
Miðvikudagur, 1. febrúar, kl. 17:00-18:00, Skaftfell, 3. hæð Lucia Gašparovičová er slóvönsk myndlistarkona. Hún býr í Bratislava þar sem hún stundaði nám við Academy of Fine Arts and Design og lauk þar doktorsgráðu árið 2019. Í verkum sínum einblínir Lucia á skynjun okkar á umhverfi og fyrirbærum daglegs lífs. Hún rannsakar og skrásetur viðfangsefni sitt með hlutum, ljósmyndum, bókverkum og innsetningum. Með verkum sínum reynir Lucia að draga fram fyrirbæri sem við leiðum hjá okkur eða eru „ósýnileg”. Í tveggja mánaða langri gestalistamanndvöl sinni mun Lucia einbeita sér að náttúrunni og einmanaleikanum. Berskjölduð gagnvart náttúru Íslands yfir vetrarmánuðina hverfur Lucia frá hversdagsleikanum og […]