Articles by: Pari Stave

Prentverkið „Til minningar“, eftir Önnu Vaivare, hefur ratað til forseta Íslands

Prentverkið „Til minningar“, eftir Önnu Vaivare, hefur ratað til forseta Íslands

Prentverkið „Til minningar“, eftir fyrrum gestalistamann Skaftfells, Önnu Vaivare, hefur ratað til forseta Íslands. „Til minningar“ er samanbrotið myndverk með teikningum af þeim ellefu húsum í Seyðisfirði sem gjöreyðilögðust í aurskriðunum í desember 2020. Á ytri hlið prentverksins ber að líta abstrakt teikning sem minnir á aur eða grjótmulning. Ásamt teikningunum vann Anna við fjöldan allan af verkefnum á meðan á dvöl hennar stóð í apríl og maí á þessu ári og voru prentverkin kostuð af Skaftfelli. Hægt er að kaupa prentverkið hjá Skaftfelli og við hvetjum áhugasama að senda línu á skaftfell@archive.skaftfell.is Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur […]

Read More

Tóti Ripper á Vesturvegg

Tóti Ripper á Vesturvegg

23. október 2021 – 3. janúar 2022, Vesturveggur, Skaftfell Bistró Opnunartími er í samræmi við opnunartíma Bistrósins. Þórarinn Andrésson (f. 1968), eða Tóti Ripper, er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og er virkur innan listasenu bæjarins. Þegar Tóti var fyrst kynntur fyrir málaralistinni árið 2009 beið hann ekki eftir að fá pensil í hendurnar heldur notaði hann pappírs snifsi til að mála sín fyrstu verk. Þessi sami ákafi hefur verið gegnum gangandi í listsköpun hans síðan, þar sem hann sekkur sér inn í strigann án hugsana eða ásetnings. Landslög og fígúrur birtast fyrirvaralaust á striganum sem afsprengi djúprar einbeitingar þar […]

Read More