Vegna núverandi aðstæðna í tengslum við Coronavírusinn (COVID-19) hefur Skaftfell ákveðið að fresta fyrirhuguðu sýningarhaldi um sinn. Við vonum að allir séu heilir heilsu og hlökkum til að sjá ykkur fljótlega í Skaftelli.
Articles by: Pari Stave
STAÐUR_
STAÐUR_ er þriggja daga sýning í sýningarsal Skaftfells á verkum eftir Julian Harold (FR), Hyun Ah Kwon (KR), Kristen Mallia (US) og Kirsty Palmer (UK) sem eru gestalistamenn Skaftfells í febrúar og mars 2020. Sýningin STAÐUR_ er viðbragð listamannanna við kynni þeirra á stað og rými með því að skoða ferli, efni og tíma. Hver listamaður notar mismunandi miðil og tækni og veltir fyrir sér hugmyndinni um samsetningu rýmis; jaðra þess og rýmisins inni á milli auk skírskotanna til sögu og minninga. Verkin, sem eru oft endurspeglandi, eru ekki eingöngu safn upplifanna hvers listamanns fyrir sig á staðnum heldur búa […]