Articles by: Pari Stave

Gestalistamaður Skaftfells og nemendur Seyðisfjarðarskóla taka þátt í List í ljósi 2020

Gestalistamaður Skaftfells og nemendur Seyðisfjarðarskóla taka þátt í List í ljósi 2020

Gestalistamaður Skaftfells, Kristen Mallia (US), bauð nemendum í 3. bekk Seyðisfjarðarskóla upp á stutta listsmiðju þar sem þau unnu með ljós og myrkur og hið óútreiknanlega með því að nota skanna á mjög óhefðbundinn og gáskafullan hátt.  Afraskstur smiðjunnar verður til sýnis á hátíðinni List í ljósi 13.-15. febrúar, daglega kl. 18:00-22:00, í glugga verslunarinnar Blóðberg á Norðurgötu 5, sem snýr að Ránargötu.  Kristen Mallia er listakona sem býr og starfar í Boston, Massachusetts. Verk hennar, innsetningar, prent og verk sem búa yfir tímabundna umgjörð, tengjast öll á einhvern hátt endurtekningu og ferli, og með þeim rannsakar hún hlutverk varðveislu, […]

Read More

Hyun Ah Kwon – Innsýn. List í Ljósi 2020

Hyun Ah Kwon – Innsýn. List í Ljósi 2020

List í Ljósi hátið, Seyðisfirði, 13.-15. feb 2020, daglega kl 18:00-22:00. Hyun Ah Kwon (f. 1991) er myndlistarkona frá Seoul, Suður-Kóreu, sem vinnur m.a. með hljóð og prent. Hún býr og starfar í London. Hyun Ah útskrifaðist frá Central Saint Martins, London (MFA, 2018); Ewha Woman´s University í Seoul, (BA, 2015) og Global Student Program at the University of California, Davis (2014). Hún er gestalistakona Skaftfells frá janúar til mars 2020. Með þátttöku sinni í List í ljósi mun Hyun Ah sýna nýlegt verk sitt í nýju samhengi. Verkið nefnist „Innsýn“ (2018) og er videó-innsetning sem byggir á upplifun okkar á […]

Read More