17.01.-01.03. 2020 Sýningin er afrakstur prentvinnustofu sem hófst 6. janúar 2020 og er haldin af Listaháskóla Íslands í samvinnu með Skaftfelli, FOSS editions og Tækniminjasafni Austurlands. Vinnustofan fer fram á Seyðisfirði og eru þátttakendur 14 nemendur úr ýmsum deildum innan Listaháskóla Íslands auk tveggja skiptinema. Með prentvinnustofunni gafst nemendunum tækifæri til að öðlast dýpri skilning á prentferlinu og kynnast lykilhugmyndum við útfærslu prentverka undir handleiðslu myndlistarmanna og sérfræðinga í grafík, þeim Sigurði Atla Sigurðssyni, Linus Lohmann og Litten Nystrøm. Á námskeiðinu unnu nemendur m.a. að því að koma upp silkiþrykkverkstæði frá grunni í Skaftfelli og vann hver þátttakandi fyrir sig […]