Fimmtudaginn 31. október, kl. 16:30-18:00 á 3. hæð Skaftfells, Austurvegi 42. Í tengslum við Dagar myrkurs á Austurlandi munu listamennirnir Ioana Popovici (RO), Michala Paludan (DK) og Rasmus Røhling (DK), sem dvelja um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells, bjóða upp á listamannaspjall og kynna úrval af eldri verkum auk verka sem þau eru að vinna að. Þau munum veita gestum innsýn inn í hvers vegna Seyðisfjörður varð fyrir valinu og hvernig þau nýta tímann sinn hérna við sköpun sína. Spjallið fer fram á ensku og verður haldið í listamannaíbúð Skaftfells á efstu hæð, Austurvegi 42. Boðið verður upp á kaffi, […]
Articles by: Pari Stave
Ioana Popovici – Henda, rotna, ryðga
Vesturveggur gallerí, Skaftfell Bistró, 26. okt – 14. nóv 2019. Opnunartími: daglega frá 15:00 til 22:00, eða þar til bistróið lokar. Ioana Popovici er danshöfundur, flytjandi og hlutleikhúsleikari frá Rúmeníu, þar sem hún stundaði nám við leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búkarest. Frá árinu 2000 býr hún og starfar erlendis. Verk hennar hafa verið kynnt á hátíðum og galleríum í Evrópu, Bandaríkjunum, Mexíkó, Suður-Kóreu, Ísrael og Brasil, og sem dansari vann hún í samstarfi við nokkra alþjóðlega danshöfunda. Ioana hefur verið listamaður í búsetu á Skaftfelli allan október 2019. Hún sýnir afrakstur nýlegra verka sinna á Seyðisfirði í þessari stuttu sýningu […]