Sýningum lýkur föstudaginn 4. febrúar Björn Roth Aðalsalur Björn Roth fæddist í Reykjavík 1961. Hann starfaði náið með föður sínum, Dieter Roth, á árunum 1978 til 1998 er Dieter lést. Björn hefur starfað jöfnum höndum við myndlist, kennslu og sýningastjórn og hefur meðal annars unnið mikið í þágu Skaftfells allt frá upphafi. Andrea Weber Bókabúðin – verkefnarými Andrea Weber var gestalistamaður í Skaftfelli í desember og janúar. Hún sýnir einnig verk sín þessa dagana í Gallerí+ og Populus Tremula á Akureyri. Loka sýningardagur beggja sýninganna er föstudagurinn 4. febrúar Sýningar eru opnar miðvikudaga til föstudaga frá 13:00 til 17:00 Hópar […]
Articles by: Þórunn
Skaftfell auglýsir veitingaaðstöðu í Bistrói til leigu!
Skaftfell auglýsir veitingaaðstöðu í Bistrói Skaftfells til leigu. Bistró Skaftfells hefur verið í rekstri frá 2001 og hefur áunnið sér gott orðspor sem veitingastaður, kaffihús og bar. Veitingasalurinn tekur 30 – 40 manns í sæti og leigist út með öllum helstu tækjum og tólum til hefðbundins veitingarekstrar. Undanfarin ár hefur staðurinn verið rekinn með fullum opnunartíma frá 1. maí til 15. september og helgaropnun aðra mánuði ársins. Væntanlegur rekstraraðili þarf að hafa gott samstarf við listamiðstöðina og æskilegt er að hann hafi þekkingu og áhuga á starfsemi hennar. Aðstaðan er laus frá 1. mars 2011 og æskilegt að rekstur hefjist […]