Articles by: Þórunn

Laust pláss í gestavinnustofu: Janúar 2011

Vegna óvæntra forfalla er laust pláss í gestavinnustofunni Járnhúsinu í janúar 2011 Þeir listamenn sem ekki eru á biðslista þurfa að senda inn ferilskrá og nokkrar myndir af verkum eða link á heimasíðu á póstfangið skaftfell@archive.skaftfell.is Það verður valið samkvæmt þeim forsendum sem gefnar eru upp á heimasíðu Skaftfells, sjá frekari upplýsingar á https://archive.skaftfell.is Vegna þess hversu stuttur fyrirvarinn er þurfa þeir listamenn sem hafa áhuga að bregðast hratt við.

Listamannaspjall #2 og opnun sýninga í­ Skaftfelli

Föstudaginn 8. október kl. 17:00 verður haldið listamannaspjall í aðalsal Skaftfells þar sem gestalistamenn Skaftfells og Skriðuklausturs fjalla um verk sín og vinnuaðferðir í máli og myndum. Jafnframt opna tvær nýjar sýningar, á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells og í Bókabúðinni – verkefnarými. Listamannaspjallið er öllum opið og fer fram á ensku. Pappies Ute Kledt 08.10.10 – 07.11.10 Vesturveggurinn Beyond the walls Lina Jaros 08.10.10 – 07.11.10 Bókabúðin – verkefnarými Ute Kledt, f. 1963 í Þýskalandi býr og starfar í Konstanz, Þýskalandi. Hún lærði hönnun við háskólann í Konstanz og hefur frá árinu 1994 unnið sem hönnuður, málari og ljósmyndari. Hún […]

Read More