Norskt timburhús með sögu, sál og sharma í miðbæ Seyðisfjarðar. Húsið er tveggja hæða norskt timburhús reist á velmektarárum kaupstaðarins (1902) Það er 80 fermetrar að grunnfleti Á götuhæð er stórt opið rými, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi, þar er sólpallur til suðurs. Á efri hæð er annnað stórt opið rými og tvö lítil svefnherbergi. Húsið er búið húsgögnum og öllum helstu þægindum. Það er upplagt bæði til íveru og sem vinnuaðstaða fyrir listafólk. Húsaleiga er um semjanleg og fer eftir leigutíma. Upplýsingar gefa thorag@simnet.is og rikeyk@simnet.is Vinsamlegast sendið ekki fyrirspurnir til Skaftfells Skaftfell_draumhus
Articles by: Þórunn
Leiðsögn og spjall um myndlist í september
Leiðsögn og spjall um myndlist Í tilefni af sýningu Birgis Andréssonar, Tuma Magnússonar og Roman Signer mun Skaftfell bjóða uppá leiðsögn og almennt spjall um myndlist fyrir hópa af öllum gerðum nú í september. Þetta er kjörið tækifæri til að öðlast innsýn í vinnuaðferðir samtíma listamanna og auka færni í lestri á myndlist. Áhugasamir hafi samband við Skaftfell með tölvupósti, skaftfell@archive.skaftfell.is eða í síma 472 1632 til að bóka.