Articles by: Þórunn

Listamannaspjall #1 og opnun sýninga í­ Skaftfelli

Gestalistamenn septembermánuðar, þau Lina Jaros, Geir Mosed & Jens Reichert bjóða til listamannaspjalls í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi föstudaginn 10. september kl. 17:00 þau munu halda stutt erindi um verk sín og sýna myndir. Á sama tíma mun Jens Reichert opna sýninguna Washed ashore á Vesturveggnum og Geir Mosed opnar jafnframt sýninguna Plucked í Bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells. Lina Jaros, f. 1981 í Svíðjóð býr og starfar í Stokkhólmi. Hún lauk námi frá Konunglega listaháskólanum í Stokkhólmi 2009. Með ljósmyndavélina að vopni kannar Lina Jaros sálfræði hins óræða eða óljósa, hún stefnir saman manngerðum hlutum og náttúrulegum í uppstillingum […]

Read More

Loka útkall! Umsóknir fyrir gestavinnustofur Skaftfells 2011.

Gestavinnustofur Skaftfells 2011 Opið fyrir umsóknir til 1. september 2010 Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2011. Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Að búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi þar sem allt er hægt. Þó svo að gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn þá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í aðra miðla en á forsendum myndlistar. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru […]

Read More