BRAS – Opin listsmiðja í boði Skaftfells og AM forlag

Skaftfell tekur þátt í BRAS og býður, ásamt AM forlag, upp á listsmiðjuna Stimpladýr fyrir 5 ára börn og eldri. Smiðjan fer fram á Haustroða í Seyðisfjarðarskóla (rauða skóla) og hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 14:30. Smiðjan er ókeypis en börnin þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Leiðbeinandi smiðjunnar er Junko Nakamura (JP) sem býr og starfar í París og hefur myndskreytt fjölda barnabóka þ.á.m. Í morgunsárið sem AM forlag hefur gefið út í íslenskri þýðingu. Áhugasamir eru beðnir að skrá barnið sitt á fraedsla@archive.skaftfell.is