Vikuna 11. – 15. júlí, kl. 09-12, verður boðið upp á sumarnámskeiðið Ævintýri og sköpun fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Á námskeiðinu munu börnin m.a. fara í leiðangur um nágrennið og finna hluti í umhverfinu eða náttúrinni sem kveikja á ímyndunaraflinu og vinna út frá þeim og umbreyta í eitthvað allt annað. Útkoman verður eins konar saga í einhverju formi eða sjálfstætt verk. Leiðbeinandi verður Linda Loeskow hönnuður og ævintýramanneskja. Námskeiðið kostar 5000.- kr og er allt efni innifalið. Skráning fer fram á: fraedsla@archive.skaftfell.is
Námskeið og smiðjur fyrir börn og ungmenni
Vornámskeið fyrir börn – Mótun
Námskeið fyrir áhugasama og forvitna í mótun þar sem unnið verður með leir og annað efni við gerð þrívíðra forma. Bæði verður tekist á við mótun eftir fyrirmynd sem og eftir eigin hugmyndum. Aldur: 6-10 ára Hvenær: Á tímabilinu 3. maí – 3. júní. Tvisvar í viku í fimm vikur. þriðjudaga: 15-16.30 föstudaga: 15-16.30 Hvar: í gamla skóla á Seyðisfirði Leiðbeinandi: Þórunn Eymundardóttir myndlistarkona Verð: 18.500 kr. Innifalið allt efni og áhöld Skráning: fraedsla(a)archive.skaftfell.is Athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda er 7 en hámark er 9.