Námskeiðið er í boði fyrir 12 ára og eldri, líka fullorðna. Áhersla verður lögð á að kynna og þjálfa mismunandi tækni og teiknistíla. Æfingarnar fela m.a. í sér að fínstilla sjón og skynjun, virkja hægra heilahvelið, finna eigin stíl og teikna módel. Aldur: 12 ára og eldri. Líka fullorðnir! Hvenær: 19. febrúar – 21. mars – mánudaga kl. 15:00-16:30 – miðvikudaga kl. 15:00-16:30 Kennslustundir samtals: 15 klst. í 5 vikur Hvar: í myndmenntastofu Seyðisfjarðarskóla Leiðbeinandi: Litten Nyström Verð: 15.000 kr. Innifalið allt efni og áhöld. Skráning: fraedsla@archive.skaftfell.is Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 15. febrúar Athugið að námskeiðið fer fram á ensku en […]
Fræðsla
Gestalistamaður Skaftfells kynnir verk sín fyrir nemendum ME
Á dögunum heimsótti bandaríska listakonan Jessica MacMillan nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum og kynnti fyrir þeim verk sín. Jessica dvaldi í Skaftfelli í tvo mánuði og tók m.a. þátt í samsýningunni Blikka, ásamt þremur öðrum gestalistamönnum, sem var hluti af utandagskrá myndlistarhátíðarinnar Sequences í Reykjavík. Í verkum sínum gerir Jessica tilraunir til að yfirfæra fyrirbæri himingeimsins í skúlptúra sína og innsetningar og auka þannig skilning okkar og skynjun á fyrirbærum sem við eigum oft erfitt með að tengja við sökum umfangs og fjarlægðar.