Nemendur Seyðisfjarðarskóla í 8.-10. bekk tóku þátt í listsmiðju fyrr í vetur sem var stýrð af Nikolas Grabar. Í smiðjunni lærðu þau undirstöðuatriði stafrænnar ljósmyndunar og gerðu í lokin hvert fyrir sig sitt “ljósamálverk” þar sem myndir eru teknar á löngum tíma á meðan ljós hreyfist í rýminu. Útkoman er sýnd í Bókabúð – verkefnarými og verður hluti af listahátíðinni List í ljósi. Opnun verður kl 18:00 föstudaginn 19. febrúar. Sýningin verður opin fram að miðnætti laugardags. Nemendur: Bjarki Sólon Daníelsson, Elísa Maren Ragnarsdóttir, Guðni Hjörtur Guðnason, Helena Lind Ólafsdóttir, Mikael Nói Ingvason, Úa Sóley Magnúsdóttir, Dagrún Vilborg Þórhallsdóttir, Chinsujee […]
Fræðsla
Skynjunarstofa um liti og form
Í tengslum við opnun sýningar á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur og Eyglóar Harðardóttur í Skaftfelli, laugardaginn 31. október, var sjöunda fræðsluverkefnið sem Skaftfells hleypt af stokkunum. Skaftfell hóf árið 2007 markvisst fræðslustarf sniðið að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Skaftfell hefur síðan þá boðið upp á sex verkefni sem fjalla um myndlist með einum eða öðrum hætti til að efla listgreinakennslu í fjórðungnum. Að þessu sinni var myndlistarkonan Karlotta Blöndal fengin til að hanna og stýra farandlistsmiðju sem hún nefndi Skynjunarstofa um liti og form. Fyrstu tvær vikurnar í nóvember fór Karlotta á milli grunnskóla á Austurlandi, alla leið frá Vopnarfirði til Djúpavogs, til að kenna […]