Fræðsla

Heimsókn í VA

Þann 28. október fóru tveir gestalistamenn frá Skaftfelli til Neskaupsstaðar og héldu kynningu á verkum sínum í valáfanganum Listakademían í Verkmenntaskóla Austurlands. Erik Bünger og Petter Letho eru báðir sænskir og dvelja í Skaftfell með styrk frá Norrænu menningargáttinni. Erik Bünger ræddi um bakgrunn sinn sem tónskáld og sýndi brot úr myndbandsverkum sínum. Hann nálgast tónlist sem fyrirbæri sem mannskepnan verður heltekin af og mannsröddina sem eitthvað ómannlegt sem yfirtekur mannslíkamann. Petter Letho sýndi nemendum ljósmyndir sem hann tók í Austur-Evrópu af gróskumiklli rappsenu sem þrífst þar og ræddi um tengsl ljósmyndana við núverandi verk í vinnslu, vetrarhúfur unnar frá […]

Read More

Stafrænt handverk – fræðsluverkefni 2014-2015

Stafrænt handverk – fræðsluverkefni 2014-2015

Í september 2014 var fræðsluverkefninu Stafrænt handverk hleypt af stokkana. Verkefnið leggur áherslu á samspil sköpunar og sjálfbærni, og er hannað fyrir nemendur í 5. -7. bekk. Í verkefninu læra nemendur að búa til eigin litarefni og málningu úr hráefnum sem er finna í nærumhverfi. Að því loknu er notast við snjalltækni til að yfirfæra litinn á stafrænt form og búin til litapalletta. Þátttakendur setja sig í spor rannsakenda og skrásetja hvert stig í vinnuferlinu með ljósmyndum sem er svo miðlað í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Það opnar fyrir möguleikan að nemendur í mismunandi bæjarfélögum verið í gagnvirkum samskiptum hver við annan. […]

Read More