Laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí, kl. 12:00-14:00 Minimalist Composition (I+II) er námskeið undir handleiðslu kanadíska listamannsins Raza Rezai, sem er gestalistamaður Skaftfell um þessar mundir. Á námskeiðinu er lögð áhersla á þjálfun ljósmyndunar sem byggist á fagurfræði naumhyggju, minimalism. Svigrúm verður fyrir umræður, ásamt að veita og þiggja endurgjöf. Þátttakendur þurfa að koma með eigin myndavél, stafræna eða filmu, ekki verður notast við aðdráttarlinsur. Námskeiðið er opið öllum og engin námskeiðsgjöld.
Fréttir
Auglýst eftir umsóknum fyrir „Climbing Invisible Structures“
Verkefnið Climbing Invisible Structures byggir á dvöl gestavinnustofum og sýningarröð. Það er skipulagt af Nida Art Colony of Vilnius Academy of Arts (NAC) (Litháen), í samstarfi við Office for Contemporary Art Norway, Nordic Artists’ Centre Dale (Noregi), Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands (Ísland) og Ars Communis Residency Centre YO-YO (Litháen). Sýningarstjórar eru Eglė Mikalajūnė og Samir M’kadmi. Auglýst er eftir umsóknum frá íslenskum listamönnum, umsóknarfrestur rennur út 24. maí, 2015. Þátttakendum er boðin dvöl í gestavinnustofum í Nida eða YO-YO í tvo mánuði og framleiðslustyrk fyrir nýju verki, allt að 2.800 evrur. Tímbil dvalar er annað hvort ágúst-september eða október-nóvember 2015. Einnig […]