Fréttir

Áramótakveðja – Geirahús

Áramótakveðja – Geirahús

Geirahús, fyrrum heimilis Ásgeirs Jón Emilssonar að Oddagötu 4c, prýðir áramótakveðju Skaftfells. Geiri bjó yfir mikilli sköpunarþörf og skreyti húsið sitt af mikilli natni. Saga Geira er einstök og í dag stendur húsið sem vitnisburður um félagslegar aðstæður heyrnarskertra á árum áður. Oddagata hefur verið í umsjón Skaftfells undanfarin ár og hefur því verið haldið nánast óbreytt frá andláti Geira 1999. Síðustu tvö ár hefur Geirahús verið lokað almenningi og töluverð vinna hefur farið í að endurgera húsið, með aðstoð góðra aðila og undir leiðsögn frá Tækniminjasafni Austurlands. Allt húsið hefur verið málað utandyra, veggmyndirnar endurgerðar, útidyrahurðin yfirfarin, komið fyrir […]

Read More

Nemendur, 2014

Fimmtándi LHÍ nemendahópurinn kominn til Seyðisfjarðar

Nemendur Listaháskóla Íslands eru komnir til Seyðisfjarðar í annað sinn á þessu ári til að taka þátt í námskeiðinu, Seyðisfjörður vinnustofa. Þetta mun vera í 15 skipti sem námskeiðið er haldið og leiðbeinendur eru sem áður Björn Roth og Kristján Steingrímur. Vinnustofan stendur í tvær vikur og munu nemendur deilda ljósmyndum frá ferlinu á lhisod.tumblr.com. Námskeiðið endar með opnun á sýningu laugardaginn 1. nóvember kl. 16:00 í sýningarsal Skaftfells þar sem sýnd verða verða glæný verk unnin á tímabilinu. Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Listaháskóli Íslands, Dieter Roth Akademían, Skaftfell, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur og ýmsa innanbæjar aðilar. Fyrri námskeið og sýningar: 2014, […]

Read More