Útilistaverkið “A movable feast” eftir Andreas Jari Juhani Toriseva er hluti af sýningunni Veldi sem nú stendur yfir í Skaftfelli. Verkið er bíll sem hefur umbreytt í gufubað og hefur verið lagt fyrir utan Austurveg 42. Sánubíllinn virkar að öllu leyti og öllum er velkomið að nýta sér hann. Notkun er á eigin ábyrgð og koma þar með eigin efnivið. Inn í bílnum er hægt að lesa umgengnisreglur sem notendur eru beðnir að virða. Góða skemmtun.
Fréttir
Fyrrum gestalistamenn Skaftfells í ljósmyndabók
Seyðisfjarðarkaupstaður stendur þessa dagana fyrir útgáfu á ljósmyndabók þar sem margar ljósmyndir eru teknar af fyrrum gestalistamönnum Skaftfells. Lista- og hönnunarteymið RoShamBo teymið sá um útfærslu og gerð bókarinnar fyrir Seyðisfjaðrarkaupstað. Þær lögðu upp með hugmyndina að ljósmyndabókin myndi verða eins konar persónulegt albúm bæjarbúa þar sem samansafn myndanna gæfi tilfinningu fyrir mannlífi og umhverfi með þeirra sjónarhorni. Því var efnt til ljósmyndasöfnunar meðal heimamanna og gesta Seyðisfjarðar og kallað eftir myndefni sem að þeirra mati þætti áhugavert, fallegt eða einkennandi fyrir Seyðisfjörð. Þar sem ljósmyndun almennings hefur aukist gríðarlega á síðustu árum kom ekki á óvart hversu mikill fjöldi […]