Fréttir

Listamannaspjall # 17

Listamannaspjall # 17

Bókabúð-verkefnarými Gestalistamenn Skaftfells í maí spjalla um verk sín og vinnuferli: Munan Övrelid (NO) og Melissa Pokorny (US). Munan mun dvelja í þrjá mánuði á Seyðisfirði en Melissa einn. Sérstakur gestur verður Randi Nygård (NO).

TWIN CITY: 7. – 15. febrúar 2014

TWIN CITY: 7. – 15. febrúar 2014

Skaftfell vekur athygli á myndlistarsýningunni Twin City sem opnar á föstudaginn. Sýningin sameinar tímabundið kaupstaðina Seyðisfjörð og Melbu í Noregi sem eru aðskildir með 1500 km hafi. Verkefnið er unnið af frumkvæði fyrrum gestalistamanna Skaftfells, Asle Lauvland Pettersen og Ditte Knus Tönnesen, ásamt Pétri Kristjánssyni.   Twin City opnar föstudaginn 7. feb kl. 17:00 á Seyðisfirði, á horninu við Ölduna.   Sérstakir viðburðir: Sunnudaginn 9. feb kl. 14:00: Söguganga með leiðsögn, mæting á Tækniminjasafn Austurlands. Fimmtudaginn 13. feb kl. 20:00: Bíósýning og listamannaspjall. Herðubreiðarbíó.   Hægt er að lesa nánar um verkefnið hér: www.twincity.is