Á síðustu mánuðum hefur Skaftfell boðið nemendum á miðstigi úr grunnskólum Austurlands að gera fræðsluverkefni tengt Dieter Roth og prenttækni. Nemendur komu í vettvangsferð til Seyðisfjarðar þar sem þeir fengu leiðsögn um sýningu með prentverkum eftir Dieter og fóru í listsmiðja. Einnig var farið í heimsókn Tækniminjasafnið og skoðaðar prentvélar frá síðustu öld. Alls komu ellefu skólar með um 250 nemendur: Brúarárskóli, Fellaskóli, Eskifjarðarskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Grunnskóli Breiðdalshrepps, Hallormsstaðarskóli, Egilsstaðaskóli, Nesskóli, Grunnskóli Djúpavogs og Seyðisfjarðarskóla. Sérstök áhersla var lögð á að koma til skila grunnaðferðum prenttækni og vinnuferli Dieters en hann var sérstaklega lunkinn í að gera tilraunir og vinna […]
Fréttir
Christoph Büchel fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringinn.
Skaftfell óskar Christoph Büchel og Nínu Magnúsdóttur til hamingju með tilnefninguna. Christoph gegndi heiðursstöðunni listrænn stjórnandi Skaftfells á árunum 2011-2012 og verkefnið Frásagnasafnið var hugfóstur hans.