Fréttir

Fræðsluverkefni 2013-2014

Fræðsluverkefni 2013-2014

Fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2013-2014 fjallar um mynd- og tungumál Dieters Roth. Skaftfell bauð nemendum á miðstigi  (5.-7. bekk) í leiðsögn um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“ sem hafði að geyma grafík- og bókverk eftir svissneska listamanninn Dieter Roth. Í kjölfarið tóku nemendur þátt í listsmiðju auk þess sem Tækniminjasafn Austurlands bauð þeim að skoða prentvélar í umsjón safnsins. Sérstök áhersla var lögð á að koma til skila grunnaðferðum prenttækni svo og aðferðafræði og vinnuferli Dieters en hann var sérstaklega lunkinn í að gera tilraunir og vinna að sköpun án þess að gefa sér fyrirfram ákveðna útkomu. Í listsmiðjunni fengu nemendur að búa til eigið […]

Read More

Listsmiðja fyrir börn og RIFF úrval

Listsmiðja fyrir börn og RIFF úrval

Leiðsögn og listsmiðja fyrir fjölskyldur Laugardaginn 9. nóv. kl. 15:00 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, fræðslufulltrúi Skaftfells, mun bjóða upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna „Hnallþóra í sólinni” og listsmiðju í kjölfarið. Ekkert þátttökugjald, ekkert aldurstakmark og allir velkomnir. Skráning fer fram á: fraedsla(a)archive.skaftfell.is RIFF úrval 2013 11. – 12. nóvember Skaftfell, opnar útibú fyrir Reykjavík International Film Festival á Seyðsifirði. Til sýnis verða fjórar heimildarmyndir í Bistróinu. Aðgangseyrir er 500 kr., engin posi. Mánudagur, 11. nóv Kl. 20:00  Indversk sumar Kl. 21:30  GMO OMG Þriðjudagur 12. nóv Kl. 20:00   Sjóræningjaflóinn fjarri lyklaborðinu Kl. 22:00   Valentínusarvegur Nánar um myndirnar: INDVERSKT SUMAR / Indian Summer […]

Read More