Fréttir

Dagur myndlistar – opnar vinnustofur

Dagur myndlistar – opnar vinnustofur

Í tilefni af hinum árlega Degi myndlistar opna myndlistarmenn á Egilsstöðum og Seyðisfirði vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi. Öllum er velkomið að kíkja í heimsókn, skoða vinnuaðstöðu, rýna í verk, spjalla og fræðast. Egilsstaðir: Ólöf Björk Bragadóttir, Sláturhúsið, Kaupvangi 7 Íris Lind Sævarsdóttir, Sláturhúsið, Kaupvangi 7 Seyðisfjörður: Garðar Eymundsson, Norðurgötu 5, 1. hæð Jökull Snær Þórðarson, Norðurgötu 5, 1. hæð Konrad Korabiewski, Árstígur 6. Hof studíó og gallerí, til húsa á sama stað, er opið líka. RoShamBo, Hafnargötu 4, 1. hæð Sjá nánar: www.dagurmyndlistar.is

Leiðsögn fyrir hópa um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“

Leiðsögn fyrir hópa um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“

Skaftfell býður upp leiðsögn fyrir hópa um sýninguna „Hnallþóra í sólinn“. Nánar er hægt að lesa um sýninguna hér. Í leiðsögninni er veitt innsýn í líf og list Dieters Roth, með áherslu á grafík- og bókverk. Nálgun Dieters við sköpunarferlið, tæknilegar aðferðir og efnivið var nýstárleg, og er hann talinn með áhrifamestu listamönnum frá Evrópu, eftir seinni heimstyrjöld. Með fyrirvara er hægt er að panta pizzuhlaðborð hjá Bistró Skaftfell og fá fordrykk á meðan á leiðsögninni stendur. Annar möguleiki er að fá leiðsögn og gæða sér svo á jólahlaðborði hjá Hótel Öldunni helgarnar 22.-23. nóv, 29.-30. nóv og 6.-7. des. Lágmarkshópastærð […]

Read More