Listamannateymið RoShamBo, í góðri samvinnu við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi hefur nú lokið vinnu við vefkort sem hefur að geyma upplýsingar um öll helstu verkstæði, vinnustofur, sýningarými og áhugaverða staði á Seyðisfirði. Kortið er hugsað fyrir alla þá sem starfa innan skapandi geirans; listamenn, hönnuðir, handverksmenn og aðrir sem hafa hug á að vinna á svæðinu, framkvæma verkefni, framleiða verk eða leggjast í rannsóknir og þróunarvinnu. Því má segja að kortið þjóni þeim aðilum sem þar koma fram og skjólstæðingum þeirra og viðskiptavinum. Nú þegar eru gestalistamenn Skaftfells farnir að nýta sér kortið en lengi hefur verið þörf […]
Fréttir
Gestavinnustofur Skaftfells: Auglýst eftir umsóknum fyrir dvöl árið 2014
Umsóknarfrestur til 1. september 2013 Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi starfrækir þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Þátttakendur stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. […]