Tónlistarkonurnar Heiða Eiríks og Berglind Ágústsdóttir ætla að fara litla tónleikaferð um landið í byrjun júní. Þær spila báðar frumsamda tónlist sem flokka mætti sem tilraunakennda popptónlist á jaðrinum, en nálgast tónlistarflutning sinn á mjög ólíkan hátt. Heiða notast eingöngu við kassagítar og söng og leikur hæga og seigfljótandi þjóðlagatónlist, en Berglind notar tölvu og míkrafón og leikur tilrauna-partý-raftónlist. Þær ákváðu að ferðast um Ísland í eina viku, og taka syni sína, 11 og 13 ára, með sér. Meðferðis verður líka tónlist á kasettum og geisladiskum sem þær ætla að kynna og selja. Heiða og Berglind munu spila á Seyðisfirði […]
Fréttir
Sequences VI – Utandagskrá
Dagskrá Laugardaginn 13. apríl Sunndaginn 14. apríl 16:00-19:00 Liam Scully (UK) HÓLLISTIC THERAPY Hóll gestavinnustofa 15:00-22:00 Inga Jautakyte (LT) SLEEPING BEAUTY Skaftfell, aðalsýningarsalur 17:00-19:00 Joey Syta (US) ABOUT Bókabúð-verkefnarými 18:00-21:00 Andrius Mulokas (LT) DOMESTIC BLISS Norðurgata gestavinnustofa Dagskráin er hluti af Sequences VI – Utandagskrá www.sequences.is