Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi tilnefnir af mikilli ánægju Ráðhildi Ingadóttur sem listrænan stjórnanda fyrir árin 2013-2014. Ráðhildur Ingadóttir er fædd 1959 og hefur starfað sem myndlistarmaður um áralangt skeið. Hún nam myndlist í Bretlandi en býr og starfar í Danmörku og á Íslandi. Verkefni Ráðhildar hafa verið af margvíslegum toga. Hún hefur m.a. starfað sem stundakennari í Listaháskóla Íslands og verið mjög virk í sýningarhaldi undanfarin ár, jafnt innanlands sem utan. Starfsemi Skaftfells er helguð myndlist og þjónar miðstöðin öllu Austurlandi. Þar eru rekin tvö sýningarrými, auk verkefnarýmis, þrjár gestavinnustofur auk þess sem Skaftfell sinnir fræðslustarfi. Sýningarhald hefur […]
Fréttir
REACTION INTERMEDIATE 2012
Dagskrá PDF Boðið verður upp á 11 ólík verkefni eftir myndlista- og hljóðlistamenn. Dagskráin byggist á viðburðum, uppákomum, gjörningum, opnum vinnustofum, myndlistarsýningum og sýningum á myndbandsverkum. Verkefnin verða til sýnis í Bókabúð-verkefnarými og á Vesturvegg. Dagskránni lýkur í lok sepember. DAGSKRÁ Júní 17.06.-27.06. Takeshi Moro: FAVORITE SPOTS Vesturveggur • sýning 17.06.-27.06. Anna Anders: COVERED Bókabúð • sýning Júlí 06.07.-22.07. Ting Cheng: (MIXTAPE) NOTES FROM THE MIDNIGHT MOUNTAIN – FAST DOWNLOAD Vesturveggur • sýning 06.07. kl. 18:00 Konrad Korabiewski: ART BOOK ORCHESTRA Bókabúð • gjörningur 22.07. kl. 14:00 -19:00 Jesper Fabricius, Åse Eg Jørgensen, Tumi Magnússon & Ráðhildur Ingadóttir: A […]