20.03.12-24.03.12 Bókabúð-Verkefnarými Kl. 20-22. Myndbandsverkið Untitled (Speechless) eftir listamanninn Fernando José Pereira verður til sýnis í Bókabúð-Verkefnarými, á kvöldin frá kl. 20 – 22. Fernando er gestalistamaður Skaftfells. Fernando José Pereira (f. 1961, Porto) útskrifaðist með gráðu í myndlist úr the Arts School of Oporto, Portúgal og PhD úr the Faculty of Fine Arts of Pontevedra, Spánn. Vinnuaðferðin sem Fernando aðhyllist fellur undir hugtakið “Post media”, þ.e. að við gerð listaverksins einskorðar listamaðurinn sig ekki við einn miðill heldur velur þann sem hentar hugmyndinni á bak við verkið. Fernando notast helst við myndbandsmiðilinn, ljósmyndun og teikningu. Viðfangsefni Fernando tengist […]
Fréttir
Listaháskólanemar mættir á svæðið
Hið árlega Listaháskóla-námskeið, í samvinnu við Dieter Roth Akademíuna og Tækniminjasafnið, hófst í dag. Nemendur eru alls 14 og mun ferlið enda á sýningu í Skaftfelli, sem opnar 25. febrúar. Á fyrsti deginum var rölt um svæðið með Pétri Kristjánssyni og fengu nemendur kynningu á Tækniminjasafninu. Nemendur ásamt Pétri Kristjánssyni í bæjarferð. Pétur leiddi nemendur í gegnum Tækniminjasafnið. Þar var nóg að skoða.