Fréttir

Það eru þeir sem skapa okkur

Það eru þeir sem skapa okkur

Bókasafn Skaftfells / Vesturveggur, 18. apríl 2011 Það eru þeir sem skapa okkur/They are the Ones that Make Us er hljóðverk sem byggist á þrem smásögum sem listamaðurinn hefur samið á meðan á dvöl hennar hefur staðið í gestavinnustofu Skaftfells. „Því var fleygt að morgunn einn, svo snemma dags að öldurnar voru stilltar og vatnið líktist mjólk, hefði árabátur hljóðlega borist að ströndu bæjar eins. Honum skolaði upp í fjöruna þar sem hann stöðvaðist á svörtum sandinum. Í bátnum sat gríðarstórt svín með gróft, ferskjulitað hár, allt þakið í húðflúri.“ Henriikka Härkönen er finnskur listamaður sem fæst við textagerð, gerninga […]

Read More

Streitishvarf, Austurland

Streitishvarf, Austurland

Vesturveggur, 18. apríl 2011 Í gerningaverkum sínum og myndbandsverkum fást listamennirnir gjarnan við sambandið sín á milli sem samverkamann og samband þeirra við umhverfið. Verk þeirra eru oft absúrd og kaldhæðin, þær kanna mörkin milli hins raunverulega og þykjustunnar, reynslu og gernings. Verkið sem þær sýna á Vesturveggnum er undir áhrifum af dvöl þeirra á Seyðisfirði. Með húmorinn að vopni skoða þær hugmyndir um staði sem byggjast á kvikmyndum, auglýsingum, orðspori o.s.frv. Þessir miðlar búa til viðmið sem listamennirnir kanna í gerningaverki sínum. Kate Woodcroft & Catherine Sagin Listamannahópurinn Catherin Sagin, stofnaður 2008, byggist á samvinnu listamannanna Kate Woodcroft og […]

Read More