Skaftfell auglýsir veitingaaðstöðu í Bistrói Skaftfells til leigu. Bistró Skaftfells hefur verið í rekstri frá 2001 og hefur áunnið sér gott orðspor sem veitingastaður, kaffihús og bar. Veitingasalurinn tekur 30 – 40 manns í sæti og leigist út með öllum helstu tækjum og tólum til hefðbundins veitingarekstrar. Undanfarin ár hefur staðurinn verið rekinn með fullum opnunartíma frá 1. maí til 15. september og helgaropnun aðra mánuði ársins. Væntanlegur rekstraraðili þarf að hafa gott samstarf við listamiðstöðina og æskilegt er að hann hafi þekkingu og áhuga á starfsemi hennar. Aðstaðan er laus frá 1. mars 2011 og æskilegt að rekstur hefjist […]
Fréttir
Laust pláss í gestavinnustofu janúar og febrúar
Vegna óvæntra forfalla er laust pláss á Hóli – gestavinnustofu í janúar og febrúar 2011 Þeir listamenn sem ekki eru á biðslista þurfa að senda inn ferilskrá og nokkrar myndir af verkum eða link á heimasíðu á póstfangið skaftfell@archive.skaftfell.is Það verður valið samkvæmt þeim forsendum sem gefnar eru upp á heimasíðu Skaftfells, sjá frekari upplýsingar á https://archive.skaftfell.is Vegna þess hversu stuttur fyrirvarinn er þurfa þeir listamenn sem hafa áhuga að bregðast hratt við.