Gestavinnustofur Skaftfells 2011 Opið fyrir umsóknir til 1. september 2010 Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2011. Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Að búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi þar sem allt er hægt. Þó svo að gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn þá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í aðra miðla en á forsendum myndlistar. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru […]
Fréttir
Laus vika á Hóli – Gestavinnustofu Birgis Andréssonar
Vegna forfalla er vikan 11. – 17. júní laus til umsóknar fyrir listamenn. Dvalargjöld eru 19.000 kr fyrir vikuna. Til að skoða meiri upplýsingar um Hól vinsamlegast farið inn á https://archive.skaftfell.is/gestavinnustofa/ Fyrirspurnir og umsóknir sendist í tölvupósti á skaftfell@archive.skaftfell.is