Rithöfundalest(ur) verður í Skaftfelli á Seyðisfirði föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:00. Skaftfell hlakkar til að bjóða þau Benný Sif Ísleifsdóttur, Jónas Reyni Gunnarsson, Smára Geirsson, Rangar Inga Aðalsteinsson og Jón Pálsson velkomin á föstudaginn. Rithöfundar verða á ferð um Austurland 17. – 20. nóvember að kynna verk sín venju samkvæmt. Að þessu sinni verður Rithöfundalestin alfarið austfirsk þar sem allir höfundar eiga rætur eða eru búsettir á Austurlandi. Kjarna lestarinnar mynda fjórmenningarnir: Benný Sif Ísleifsdóttir með skáldsöguna Gratíana sem er framhald Hansdætra; Jónas Reynir Gunnarsson með skáldsöguna Kákasus-gerillinn; Smári Geirsson með stórvirkið Sögu Fáskrúðsfjarðar; og Ragnar Ingi Aðalsteinsson með þrjú […]
Fréttir
Listamannaspjall: Jan Krtička og Nicola Turner
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á kynningu á verkum og hugleiðingum tveggja núverandi gestalistamanna Skaftfells. Fimmtudaginn 10. nóvember, 19:00-20:30, Skaftfelli, efstu hæð. Jan Krtička er listamaður sem vinnur með hljóð og innsetningar. Hann hefur aðsetur í Tékklandi og kennir við listadeild Jan Evangelista Purkyně háskólans í Ústi nad Labem. Jan lærði listkennslu, skúlptúr og grafískri hönnun. Hann hefur sýnt víða í Tékklandi. Jan dvelur í Skaftfelli í október og nóvember í tengslum við alþjóðlega samstarfsverkefnið Gardening of Soul: In Five Chapters sem Skaftfell er samstarfsaðili að. Verkefnið er styrkt af EES Iceland Liechtenstein Norway Grants. Það rannsakar og pantar listaverk í almenningsrýmum […]