04. júní – 04. september 2022 í sýningarsalnum Opnunin fér fram 04. júní kl. 16-18:00. Léttar veitingar verða í boði. Leiðsögn með Þorgerði Ólafsdóttur listamanni og Becky Forsythe sýningarstjóra verður sunnudaginn 5. júní, kl. 11:00. Opnunartímar: þri – lau kl. 12-18:00, sun kl. 12-17:00, mán lókað. Á sýningunni Fjær er safnað saman samtímalist og munum úr náttúru- og minjasöfnum sem tengjast innbyrðis og hafa skírskotanir í himininn, jarðfræði, könnun á landi og sýnatökur. Rýnt er í samband manns og umhverfis og staða okkar á tímum mannaldar rakin í gegnum vettvangsvinnu, athafnir og rannsóknir. Með því að stilla saman gimsteinum, grjóti […]
Fréttir
Again the Sunset – Inga Huld Hákonardóttir og Yann Leguay
Herðubreið bíosal, 6. júní 2022, kl. 20:00 Verið velkomin á þennan einstaka gjörning/tónleika, sem Skaftfell stendur fyrir í Herðubreið 6. júní. Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík og er á ferð um Austurland dagana 5.-7. júní. Frítt inn. Við þökkum menningar- og félagsheimili Herðubreið kærlega fyrir stuðninginn. Af heimasíðu listahátíðarinnar: „Again the Sunset er upplifun sem dansar á mörkum þess að vera tónleikar og gjörningur; andsetinn ástarsöngur sem ferðast um röddina og inn í líkamann, inn í hið hráa og frumstæða, líkt og vera sem tjáir sig án þess að eiga sér áskapað form. Tvær mannverur birtast okkur. Þær vinna […]