Fréttir

Alter/Breyta – Brák Jónsdóttir, Hugo Llanes, Joe Keys, Nína Óskarsdóttir

Alter/Breyta – Brák Jónsdóttir, Hugo Llanes, Joe Keys, Nína Óskarsdóttir

Alter/Breyta er samsýning myndlistarmannanna Brák Jónsdóttur, Hugo Llanes, Joe Keys og Nínu Óskarsdóttur. Sýningin opnaði laugardaginn 26. mars og stendur til 22. maí. Sýningarstjóri er Hanna Christel Sigurkarlsdóttir. Um sýninguna: Sýningin Alter / Breyta er samsýning fjögurra upprennandi myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlega lokið námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hópurinn var valinn í samvinnu með Bjarka Bragasyni, deildarforseta Myndlistardeildar LHÍ, og boðið að dvelja í þriggja vikna vinnustofudvöl í Skaftfelli þar sem þau fengu næði til að þróa tillögur sínar fyrir sýninguna. Þau vinna öll með ólíkar áherslur en þó er hægt að greina fíngerðan þráð […]

Read More

Sala á listaverkum til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr

Sala á listaverkum til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr

Pop-up listaverkasalan til styrktar Úkraínu, sem haldin var í sýningarsal Skaftfells síðastliðinn sunnudag, safnaði alls 500.000 kr.! Allur ágóði rennur óskiptur í neyðarsöfnun Rauði krossinn til styrktar íbúa Úkraínu sem eiga nú um sárt að binda. Yfir 30 Listamenn á svæðinu gáfu verk sín auk þess sem tónlistarmennirnir Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer buðu upp á lifandi tónlistarflutning. Við viljum þakka öllum listamönnunum kærlega fyrir þessa veglegu og óeigingjörnu gjöf og sömuleiðis öllum þeim sem veittu söfnuninni aðstoð og síðast en ekki síst kaupendur verkanna. Við erum hrærðar yfir frábærum undirtektum nærsamfélagsins!