Fréttir

Nýr forstöðumaður Skaftfells: Pari Stave

Nýr forstöðumaður Skaftfells: Pari Stave

Stjórn Skaftfells kynnir með ánægju að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Myndlistarmiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí nk. en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari Stave starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). Pari er […]

Read More

Sala á listaverkum til styrktar Úkraínu

Sala á listaverkum til styrktar Úkraínu

Sunnudagur 13. mars 2022 kl. 15:00-18:00 í sýningarsal Skaftfells Skaftfell, ásamt listasamfélagi Seyðisfjarðar, skipuleggur sölu á listaverkum til styrktar Úkraínu. Söfnunarfé mun renna óskipt í sérstakan söfnunarsjóð Rauða kross Íslands til Úkraínumanna sem eiga nú um sárt að binda. Listaverkasalan fer fram í sýningarsal Skaftfells sunnudaginn 13. mars milli kl. 15:00 og 18:00. Nú þegar hafa 24 listamenn sem búsettir eru á Seyðisfirði ákveðið að gefa eitt að fleiri verk til þessa mikilvæga málefnis. Skaftfell mun gefa ágóða af völdum veggspjöldum og bókum sem einnig verða til sölu. Þeir sem hafa áhuga að leggja söfnuninni lið geta sent tölvupóst á […]

Read More