Fréttir

Myndlistardeild og Skaftfell kalla eftir umsóknum: gestavinnustofa og sýningartækifæri

Myndlistardeild og Skaftfell kalla eftir umsóknum: gestavinnustofa og sýningartækifæri

KALLAÐ EFTIR UMSÓKNUM: SÝNINGARTÆKIFÆRI FYRIR MYNDLISTARMENN ÚTSKRIFAÐA FRÁ MYNDLISTARDEILD LHÍ Á TÍMABILINU 2017-2021 Skaftfell og myndlistardeild Listaháskóla Íslands hafa átt í samstarfi um árabil. Vegna sérstakra aðstæðna hafa báðir aðilar ákveðið að bjóða myndlistarmönnum sem útskrifuðust frá myndlistardeild á árunum 2017-2021 að sækja um afnot af gestavinnustofu Skaftfells á tímabilinu 1. – 28. mars nk. Og samhliða því sýningarrými Skaftfells með sýningu sem standa myndi yfir á tímabilinu 26. mars – 22. maí nk. Hægt er að senda inn tillögu sem einstaklingur, að verkefni/vinnuferli sem myndi leiða af sér verk á samsýningu en einnig má senda inn tillögu fyrir hönd […]

Read More

Dæja Hansdóttir á Vesturvegg

Dæja Hansdóttir á Vesturvegg

28. janúar – 30. mars 2022 á Vesturvegg, Skaftfell Bistró Opnunartími: Mán/fim/fös 12:00-14:00 og 17:00-22:00; þri/mið 12:00-22:00; lau/sun 17:00-22:00 Dæja Hansdóttir (f. 1991 Reykjavík) býr og starfar á Seyðisfirði en fæddist í Bandaríkjunum og var alin upp af innflytjendum frá Íslandi og Hondúras. Dæja laðast að fagurfræði formfastra almenningsrýma sem búa yfir tímabundnum, efnislegum eiginleikum sem hún telur að bjóði upp á að opinbera tilfinningalegar æfingar og geri okkur kleift að brjótast gegn þeim hlutverkum sem við höfum tileinkað okkur bæði á bakvið tjöldin og opinberlega. Meginmiðill Dæju við listsköpun sína er ljósmyndun, en hryllingurinn sem felst í myndsköpuninni holdgervist í […]

Read More