Fréttir

Skaftfell tekur þátt í nýju alþjóðlegu verkefni NAARCA

Skaftfell tekur þátt í nýju alþjóðlegu verkefni NAARCA

Skaftfell tekur þátt í nýju alþjóðlegu verkefni sem hefst í nóvember 2021 og verður í gangi til 2024. Við erum mjög spennt fyrir samstarfi okkar við Nordic Alliance of Artists’ Residencies on Climate Action (NAARCA) sem er leitt af Cove Park (Skotlandi) og Saari Residence (Finnlandi). Aðrir þátttakendur eru Artica Svalbard (Svalbarð, Noregi), Baltic Art Center (Visby, Svíþjóð), Arctic Culture Lab (Ilulissat, Grænlandi) og Art Hub Copenhagen (Danmörku). Saman munu þessar aðilar vinna við rannsóknir, listframleiðslu, aðlögun stofnana og fræðslu almennings á tímum loftlagsbreytinga. Fyrsti fundur samstarfsaðila var haldinn í Cove Park 1.-3. nóvember þar sem lagðar voru línur fyrir […]

Read More

Rithöfundalest(ur) 2021

Rithöfundalest(ur) 2021

Hin árlega Rithöfundalest verður á Austurlandi dagana 11.-14. nóvember og kemur við í Skaftfelli laugardaginn 13. nóvember kl. 20:00 í sýningarsal Skaftfells. Aðgangseyrir er 1000 kr en 500 kr fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum. Rithöfundar í lestinni þetta árið eru: Hildur Knútsdóttir með hrollvekju fyrir fullorðna, Myrkrið á milli stjarnanna og barnabók sem hún skrifar með Þórdísi Gísladóttur, Nú er nóg komið. Hallgrímur Helgason kynnir skáldsöguna 60 kíló af kjaftshöggum og jólajóðabókina Koma jól? sem er myndskreytt af Rán Flygenring. Sölvi Björn Sigurðsson er með sögulegu glæpaskáldsöguna Kóperníka. Í lestinni eru einnig austfirsku höfundarnir Árni Friðriksson frá […]

Read More