Fréttir

Prentverkið „Til minningar“, eftir Önnu Vaivare, hefur ratað til forseta Íslands

Prentverkið „Til minningar“, eftir Önnu Vaivare, hefur ratað til forseta Íslands

Prentverkið „Til minningar“, eftir fyrrum gestalistamann Skaftfells, Önnu Vaivare, hefur ratað til forseta Íslands. „Til minningar“ er samanbrotið myndverk með teikningum af þeim ellefu húsum í Seyðisfirði sem gjöreyðilögðust í aurskriðunum í desember 2020. Á ytri hlið prentverksins ber að líta abstrakt teikning sem minnir á aur eða grjótmulning. Ásamt teikningunum vann Anna við fjöldan allan af verkefnum á meðan á dvöl hennar stóð í apríl og maí á þessu ári og voru prentverkin kostuð af Skaftfelli. Hægt er að kaupa prentverkið hjá Skaftfelli og við hvetjum áhugasama að senda línu á skaftfell@archive.skaftfell.is Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur […]

Read More

Sequences – Rómantíkin rannsökuð

Sequences – Rómantíkin rannsökuð

Myndlistarhátíðin Sequences 2021 lauk nýverið og tók Skaftfell þátt með því að halda utan um viðburð eftir myndlistarmanninn Önnu Margréti Ólafsdóttur sem fram fór á Seyðisfirði. Anna Margrét bauð upp á upplifunarviðburð þar sem hún krufði, ásamt þátttakendum, hugtakið rómantík. Í fjóra daga bauð hún tuttugu Seyðfirðingum að koma með sér í göngutúr til að velta fyrir sér hugtakinu með alls kyns æfingum og spjalli. Í lok vikunnar hélt hún svo opin viðburð í Herðubreið sem nefndist Samdrykkja. Sýningarstjórar hátíðarinnar voru Þóranna Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson.