Fréttir

Tóti Ripper á Vesturvegg

Tóti Ripper á Vesturvegg

23. október 2021 – 3. janúar 2022, Vesturveggur, Skaftfell Bistró Opnunartími er í samræmi við opnunartíma Bistrósins. Þórarinn Andrésson (f. 1968), eða Tóti Ripper, er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og er virkur innan listasenu bæjarins. Þegar Tóti var fyrst kynntur fyrir málaralistinni árið 2009 beið hann ekki eftir að fá pensil í hendurnar heldur notaði hann pappírs snifsi til að mála sín fyrstu verk. Þessi sami ákafi hefur verið gegnum gangandi í listsköpun hans síðan, þar sem hann sekkur sér inn í strigann án hugsana eða ásetnings. Landslög og fígúrur birtast fyrirvaralaust á striganum sem afsprengi djúprar einbeitingar þar […]

Read More

Skeyti til náttúrunnar

Skeyti til náttúrunnar

Listfræðsluverkefni Skaftfells haustið 2021, Skeyti til náttúrunnar, var þróað af myndlistarmanninum Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur í tengslum við sýninguna Slóð sem hún og myndlistarmaðurinn Karlotta Blöndal opnuðu í sýningarsal Skaftfells 25. september sama ár. Markmið verkefnisins var annars vegar að kynna Morse-kóða fyrir nemendum og segja frá notkun hans á ritsímastöð Seyðisfjarðar í grófum dráttum. Hins vegar að sýna hvernig nota má skapandi hugsun með þekktum kerfum eins og Morse og setja í sjónrænt samhengi og víkka þannig út samhengi hluta. Þessir þættir voru svo fléttaðir inn í umhverfis- og náttúruvernd og nemendur vaktir til umhugsunar um samband sitt við náttúruna […]

Read More