Fréttir

Listamannaspjall: Eva Beierheimer & Samuel Brzeski

Listamannaspjall: Eva Beierheimer & Samuel Brzeski

Þriðjudaginn, 12. október, kl. 16:30 – 17:30 í Herðubreið Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall þriðjudaginn 12. október kl. 16:30-17:30 í Herðubreið. Myndlistamennirnir Eva Beierheimer (AT/SE) og Samuel Brzeski (UK/NO) sem dvelja nú í Skaftfelli munu kynna listrænt starf sitt og segja frá verkefnum sem þau hafa sinnt við dvöl sína hér á Seyðisfirði. Aðgangur er ókeypis og í boði verður kaffi og kex. Eva Beierheimer er myndlistarmaður frá Austurríki sem hefur búið og starfað í Svíðþjóð síðan 2007. Hún nam við Akademie der bildenden Künste í Vín og í Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi. Árið 2004 var hún gestanemandi við Listaháskóla […]

Read More

BRAS – Opin listsmiðja í boði Skaftfells og AM forlag

BRAS – Opin listsmiðja í boði Skaftfells og AM forlag

Skaftfell tekur þátt í BRAS og býður, ásamt AM forlag, upp á listsmiðjuna Stimpladýr fyrir 5 ára börn og eldri. Smiðjan fer fram á Haustroða í Seyðisfjarðarskóla (rauða skóla) og hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 14:30. Smiðjan er ókeypis en börnin þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Leiðbeinandi smiðjunnar er Junko Nakamura (JP) sem býr og starfar í París og hefur myndskreytt fjölda barnabóka þ.á.m. Í morgunsárið sem AM forlag hefur gefið út í íslenskri þýðingu. Áhugasamir eru beðnir að skrá barnið sitt á fraedsla@archive.skaftfell.is