Opnar 25. september kl. 16:00-18:00 í sýningarsalnum Leiðsögn fer fram sunnudaginn 26. september kl. 14:00 Sýningin stendur til 21. nóvember 2021. Opnunartími mán-fös kl. 12-18, lau-sun kl. 16-18. Aðgangur í gegnum bistróið á fyrstu hæð. Sýningin Slóð er samsýning myndlistarmannanna Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Karlottu Blöndal. Verkin vinna þær í sitt hvoru lagi en vísa báðar í fornleifafundinn á Vestdalsheiði árið 2004 sem samanstóð af mannabeinum, skartgripum og glerperlum og er talinn vera frá miðri tíundu öld. Anna Júlía vinnur einnig með fjarskiptatækni sem hefur tengingu við tæknisögu Seyðisfjarðar. Í verkum Önnu Júlíu berast ávörp úr fortíð og inn […]
Fréttir
BRAS: Arlene Tucker býður nemendum í ME upp á smiðjuna Túlkun er samtal
Translation is dialog eða Túlkun er samtal er verkefni þróað af myndlistarkonunni Arlene Tucker (TW/USA) sem býr og starfa í Joutsa, Finnlandi. Hún dvelur í september 2021 og mars 2022 sem gestalistamaður Skaftfells í boði Norrænu menningargáttarinnar. Verkefnið Túlkun er samtal fjallar um samtal ungmenna á milli ólíkra staða þar sem þátttakendur munu notast við listrænar aðferðir til að nálgast listræna sköpun hvors annars. Nemendur fá að velja úr verkum erlendra ungmenna til að túlka með sínum eigin hætti og útfærslu. Margir ólíkir miðlar eru mögulegir við útfærsluna en í grunninn er nálgunin sú að ungmenni frá ólíkum heimshlutum nálgist hvort […]