Fréttir

Pétur Kristjánsson – Fikt og fræði

Pétur Kristjánsson – Fikt og fræði

Opnun 17. júní, kl 16:00-18:00 í sýningarsalnum Skaftfells Sýningin stendur til 5. September. Opið þri-sun, kl. 13:00-17:00. Leiðsögn og listamannaspjall 19. júní, kl. 15:00-16:00 (á íslensku), og 20. júní, kl. 15:00-16:00 (á ensku) Pétur Kristjánsson er ekki bara listamaður. Hann hefur búið á Seyðisfirði frá því á 9. áratugnum og stýrði Tækniminjasafni Austurlands þangað til nýverið og átti auk þess drjúgan þátt í að koma á fót Skaftfelli og Dieter Roth Akademíunni. Hann hefur í gegnum tíðina verið lykilmaður í menningarlífi bæjarins og unnið hörðum höndum að list sinni og á sama tíma skapað tækifæri fyrir aðra listamenn.  Pétur vinnur […]

Read More

Anna Vaivare – Sundlaug

Anna Vaivare – Sundlaug

7. maí – 5. júní 2021, Sundhöll Seyðisfjarðar Athugið að sýningin er eingöngu aðgengileg sundlaugargestum. Opnunartími. „Sundlaug“ er sýning með teikningum úr bók Önnu sem ber sama titil. Bókin kom fyrst út í júní 2014 (þriðja útgáfa: maí 2019) í Letlandi sem hluti af myndasögu sýnisbók sem nefnist “Kuš!” í ritröðinni “Mini kuš!”. Hún fjallar um starfsmann laugarinnar sem lætur lítið fyrir sér fara í starfi sínu en hefur á sama tíma yndi af því að fylgjast með sundlaugargestum. Þegar lesandinn á síst von á bregður hún sér í vatnið og afhjúpar leyndarmálið sitt. Hægt er að kaupa bókina á […]

Read More