Miðvikudaginn, 21. apríl 2021, kl. 17:00 – 18:00 í Herðubreið. „Byggingar, teiknimyndasögur og barnabækur – óhefðbundin leið til að verða listamaður“ Fyrsta listamannaspjall á árinu verður með núverandi gestalistamanni Skaftfells, Anna Vaivare, sem mun segja frá listaferli sínum sem hófst með arkitektanámi en færði sig yfir í mynd- og veggskreytingar og myndabækur og mun hún gefa okkur innsýn inn í verk sem hún er að vinna að um þessar mundir. Í boði verður kaffi og kaka og eru allir velkomnir. Vinsamlegast notið grímur. Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur fyrst og fremst með myndskreyti og annars konar myndasöguform. Hún […]
Fréttir
Svandís Egilsdóttir – Nokkrar teikningar af fjöllum
Gallerí Vesturveggur, Skaftfell Bistró, 10. mars – 10. maí 2021 Opið daglega kl. 16-22 Sýningin Nokkrar teikningar af fjöllum er samansafn af alls konar andartökum þar sem fjöll koma við sögu. Fjöll máluð frá landi, fjöll teiknuð frá sjó, innri fjöll og ytri fjöll. Þau tengjast afstöðu listamannsins og samband hennar við þessi fjöll og andartök; tilraun hennar til að kynnast þeim og sjálfri sér um leið. Það er alltaf fjall yfir mér. Ófæranlegt og stöðugt, en oft kleift, heilagt eða misheilagt fjall. Það var þetta; fjallið helga sumar, síðast liðið sumar. Komst við og komst fyrir þar á […]