Fréttir

(Matter/Efni) – Kirsty Palmer í galleríi Vesturveggur

(Matter/Efni) – Kirsty Palmer í galleríi Vesturveggur

Ný sýning í galleríi Vesturveggur í bistrói Skaftfells stendur frá 5. maí. (Matter/Efni) er samansafn nýrra verka sem Kirsty Palmer (UK) vann að á meðan hún dvaldi sem gestalistamaður í Skaftfelli frá febrúar til maí 2020 og er viðbragð við umfjöllunarefni sem eru Kirsty hugleikin. Í verkunum skoðar hún tilurð mynda í samhengi við miðil sem er í stöðugri þróun í verkum hennar sem samanstanda aðallega af skúlptúrum og staðbundnum verkum. Kirsty Palmer býr og starfar í Glasgow. Drifkrafturinn í verkum hennar byggir oft á formföstum nálgunum;  efnið sjálft, breytilegt ástand þess og  sjálft sköpunarferlið. Hún hefur áhuga á fyrirbærafræðilegum möguleikum í […]

Read More

Staður til að vera á – Gudrun Westerlund

Staður til að vera á – Gudrun Westerlund

Sænska listakonan, Gudrun Westerlund, sem dvelur nú um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells kynnir nýjustu verk sín með pop-up vídeó sýningu og listamannaspjalli í sýningarsal Skaftfells sem er annars lokaður um þessar mundir vegna Covid-19. Vídeóið verður sett inn á Instagram og Facebook síðu Skaftfells. https://www.facebook.com/watch/?v=926205317831042 Gudrun Westerlund er myndlistakona sem býr og starfar í Uppsölum í Svíþjóð. Hún er fyrst of fremst málari en vinnur líka með landslagslist og annars konar listatengd verkefni. Hún blandar saman hlutbundinni myndlist og frásagnarlist á óhlutbundinn hátt. Á Íslandi hefur Gudrun unnið með blek og vatnsliti og jafnvel gert tilraunir í landslagslist með snjó og ís. Gudrun er mjög […]

Read More