Fréttir

Teikningar og tjáning í samkomubanni

Teikningar og tjáning í samkomubanni

Í gegnum tíðina hefur gestum Bistrósins í Skaftfelli staðið til boða að setja niður hugmyndir sínar og hugsanir á A4 blað með teikningum og textum og er blöðunum síðan safnað reglulega saman og bundin saman í bók.  Það eru undarlegir tímar og langar okkur til að skapa tækifæri fyrir fólk til að skrásetja á skapandi hátt viðbrögð, hugsanir og tilfinningar sínar á þessum óvissutímum. Við bjóðum þér að tjá allt þetta á blað og færa Skaftfelli. Þegar samkomubanni lýkur vonumst við til þess að setja upp stutta sýningu með afrakstrinum og síðar binda saman í bók og verður þannig til […]

Read More

Skaftfell og COVID-19

Skaftfell og COVID-19

Vegna núverandi aðstæðna í tengslum við Coronavírusinn (COVID-19) hefur Skaftfell ákveðið að fresta fyrirhuguðu sýningarhaldi um sinn. Við vonum að allir séu heilir heilsu og hlökkum til að sjá ykkur fljótlega í Skaftelli.