List í Ljósi hátið, Seyðisfirði, 13.-15. feb 2020, daglega kl 18:00-22:00. Hyun Ah Kwon (f. 1991) er myndlistarkona frá Seoul, Suður-Kóreu, sem vinnur m.a. með hljóð og prent. Hún býr og starfar í London. Hyun Ah útskrifaðist frá Central Saint Martins, London (MFA, 2018); Ewha Woman´s University í Seoul, (BA, 2015) og Global Student Program at the University of California, Davis (2014). Hún er gestalistakona Skaftfells frá janúar til mars 2020. Með þátttöku sinni í List í ljósi mun Hyun Ah sýna nýlegt verk sitt í nýju samhengi. Verkið nefnist „Innsýn“ (2018) og er videó-innsetning sem byggir á upplifun okkar á […]
Fréttir
Pressa
17.01.-01.03. 2020 Sýningin er afrakstur prentvinnustofu sem hófst 6. janúar 2020 og er haldin af Listaháskóla Íslands í samvinnu með Skaftfelli, FOSS editions og Tækniminjasafni Austurlands. Vinnustofan fer fram á Seyðisfirði og eru þátttakendur 14 nemendur úr ýmsum deildum innan Listaháskóla Íslands auk tveggja skiptinema. Með prentvinnustofunni gafst nemendunum tækifæri til að öðlast dýpri skilning á prentferlinu og kynnast lykilhugmyndum við útfærslu prentverka undir handleiðslu myndlistarmanna og sérfræðinga í grafík, þeim Sigurði Atla Sigurðssyni, Linus Lohmann og Litten Nystrøm. Á námskeiðinu unnu nemendur m.a. að því að koma upp silkiþrykkverkstæði frá grunni í Skaftfelli og vann hver þátttakandi fyrir sig […]