Þriðjudaginn 30. okt undirrituðu formaður Skaftfellshópsins, Þórunn Eymundardóttir, og formaður stjórnar Skaftfells, Auður Jörundsdóttir, samkomulag milli þessara tveggja aðila. Skaftfellshópurinn var stofnaður árið 1997 og þjónar sem bakland fyrir starfsemi listamiðstöðvarinnar. Mikilvægasta hlutverk hópsins er að tilnefnda tvo aðalmenn og tvo varamenn í stjórn Skaftfells á þriggja ára fresti. Í tilefni af 20 ára starfsafmæli Skaftfells voru lög Skaftfellshópsins endurskoðuð og rýnt í tilgang og virkni hópsins. Niðurstaðan úr þeirra vinnu voru ný endurbætt lög þar sem meðal annars umsóknarferli fyrir félagsaðild var gert auðveldara, tekin voru upp félagsgjöld og aðalfundir verða á þriggja ára fresti í stað árlega. Lögin voru […]
Fréttir
Afmælisfjölfeldi – Skaftfell 20 ára
Skaftfell hefur gefið út sérstakt fjölfeldi til að fagna 20 ára afmæli miðstöðvarinnar og standa að fjársöfnun fyrir starfsemina. Listamennirnir sem að útgáfunni koma eru: Silvia Bächli & Eric Hattan (Sviss), Margrét H. Blöndal, Ragnar Kjartansson og Roman Signer (Sviss). Listamennirnir eiga það sameiginlegt að tengjast Seyðisfirði og Skaftfelli á einn eða annan hátt. Silvia Bächli & Eric Hattan bjuggu á Seyðisfirði í fjóra mánuði vorið 2008 og á meðan á dvöl þeirra stóð vann Silvia að einkasýningu sinni fyrir Feneyjartvíæringinn 2009 þar sem hún sýndi fyrir hönd Sviss; síðasta haust gerði Margrét H. Blöndal innsetninguna pollur – spegill inni […]